Paris Saint-Germain er komið með annan fótinn í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir stórsigur í umspili um sæti þar í kvöld.
Liðið heimsótti landa sína í Brest í fyrri leik liðanna í kvöld. Vitinha kom Parísarliðinu yfir með marki af vítapunktinum á 21. mínútu og skömmu fyrir hálfleik tvöfaldaði Ousmane Dembele forskotið.
Dembele kórónaði flottan leik sinn með öðru marki sínu um miðbik seinni hálfleik og þar við sat. Lokatölur 0-3.
Seinni leikur liðanna fer fram í París eftir átta daga og sem fyrr segir er PSG í frábærum málum.