Paul Scholes fyrurm miðjumaður Manchester United óttast það að hans gamla félag geti fallið úr ensku úrvalsdeildinni ef ekki verður farið í aðgerðir í sumar.
Hann segir að United verði að fá fimm nýja leikmenn og leggur til að markvörður verði þar á meðal.
United er í neðri hluta deildarinnar núna undir stjórn Ruben Amorim og Scholes óttast það versta.
„Þeir þurfa markmann, tvo miðverði, tvo miðjumenn og tvo framherja,“ sagði Scholes en bakkaði svo aðeins og vill fimm nýja leikmenn.
„Þeir þurfa einn miðjumann og einn framherja en það þurfa að vera alvöru menn. Menn með gæði sem geta lagað hryggjarstykkið í liðinu.“
„Það er svo mikilvægt að laga þessa hluti, ef það gerist ekki þá getur liðið fallið á næstu leiktíð. Staðan er það slæm, ég er ekki að grínast.“