Wayne Rooney hefur áhuga á því að taka við Rangers en Philippe Clement er á barmi þess að missa starfið hjá skoska risanum.
Rooney er atvinnulaus eftir að hafa verið rekinn frá Plymouth.
Rooney er nefndur til sögunnar en einnig Steven Gerrard sem hætti að starfa í Sádí Arabíu á dögunum.
Derek Ferguson fyrrum landsliðsmaður Skotlands er spenntur fyrir að fá Rooney og teiknar upp sviðsmynd sem gæti hentað Rangers.
„Ég er ánægður með Rooney að segjast hafa áhuga á starfinu og að vilja vera í þjálfun þrátt fyrir að það hafi gengið illa,“ sagði Ferguson.
„Ímyndið ykkur ef Gerrard tekur aftur við Rangers og Rooney yrði hans aðstoðarmaður. Það væri magnað.“
„Rooney og Gerrard eru fótboltamenn, þeir fá virðingu leikmanna um leið og það verður hlustað á þá.“