fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
433Sport

Krísuástand í Grafarvogi og mikið gengið á síðustu mánuði – Fjöldi aðila hætti í haust og nú var ákveðið að reka Úlf

433
Þriðjudaginn 11. febrúar 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóst er að mikið hefur gengið á í Grafarvogi undanfarna mánuði sem varð til þess að Úlfur Arnar Jökulsson var rekinn úr starfi sem þjálfari Fjölnis í Lengjudeild karla í gær.

Kjaftasagan um að reka ætti Úlf úr starfi fóru að heyrast um liðna helgi, það var svo staðfest í frétt Fótbolta.net í gærkvöldi.

Úlfur skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við Fjölni síðasta haust en þá hafði framtíð hans verið til umræðu, mikið af fólki sem starfaði fyrir félagið og í kringum það hafði sett út á hans störf.

Stjórn knattspyrnudeildar Fjölnis tók þá ákvörðun að standa með Úlfi enda hafði árangurinn innan vallar síðustu ár verið með ágætu móti, liðið verið nálægt því að fara upp í Bestu deildina.

Úlfur t.v

Starfsliðið sem Úlfur hafði haft hætti svo gott sem allt á einu bretti síðasta haust, aðstoðarþjálfarinn, markmannsþjálfarinn, styrktarþjálfarinn og liðsstjórar létu af störfum.

Erfið samskipti Úlfs við teymið var sögð helsta ástæða þess að þessir aðilar vildu ekki starfa lengur í teymi hans. Stjórnin taldi hins vegar Úlf vera á réttri leið og fékk hann fullt traust í október.

Sú ákvörðun að fara í breytingar núna vekur verulega athygli, stutt er í að Íslandsmótið fari af stað. „Heimildarmaður Fótbolta.net segir að ákveðin deyfð hafi verið yfir liðinu, stemningsleysi og óánægja með umgjörð. Stjórnin hafi talið sig knúna til að taka þessa ákvörðun,“ sagði í frétt Fótbolta.net í gærkvöldi.

Fjölnir reynir nú að ráða Gunnar Má Guðmundsson þjálfara Þróttar Vogum til starfa en hann er goðsögn í Grafarvogi eftir feril sinn sem leikmaður þar.

Ofan á þessar vendingar í þjálfaramálum bætist við gríðarlegir fjárhagsörðugleikar Fjölnis en félagið hefur verið rekið með miklu tapi síðustu ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gæti endað í London í sumar – Þyrftu að reiða fram sjö milljarða

Gæti endað í London í sumar – Þyrftu að reiða fram sjö milljarða
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Er með rosalegt tilboð á borðinu

Er með rosalegt tilboð á borðinu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þrír stórir bitar orðaðir við Arsenal – Myndu kosta fleiri tugi milljarða

Þrír stórir bitar orðaðir við Arsenal – Myndu kosta fleiri tugi milljarða
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ekki eins slæmt og óttast var

Ekki eins slæmt og óttast var
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Opnar sig um falskar sögusagnir og ógeðfellt áreiti í myndbandi – „Ég titra því mig langar ekki að tala um þetta“

Opnar sig um falskar sögusagnir og ógeðfellt áreiti í myndbandi – „Ég titra því mig langar ekki að tala um þetta“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rakst á vændiskonu sem tengdist stóru hneyksli – Það sem hann sagði við hana var hreint lygilegt

Rakst á vændiskonu sem tengdist stóru hneyksli – Það sem hann sagði við hana var hreint lygilegt
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gæti snúið aftur til Englands frítt í sumar

Gæti snúið aftur til Englands frítt í sumar