Knattspyrnumaðurinn Devonte Aransibia er látinn, aðeins 26 ára gamall.
Aransabia var síðast á mála hjá Chesham, en hann var hjá Norwich á yngri árum. Þá var Aransibia hluti af liði utandeildarliðsins Maidstone er það fann frægan sigur á B-deildarliði Ipswich í enska bikarnum.
„Með sorg í hjarta komum við saman og heiðrum líf Dev, ástkærs maka, föður, sonar og vinar,“ segir í tilkynningu Maidstone.
Þar segir að öllum hafi líkað vel við Aransibia og fleiri kveðjum rignir inn.