Úlfur Arnar Jökulsson hefur verið rekinn úr starfi sem þjálfari Fjölnis. Frá þessu er sagt á Fótbolta.net.
Tímasetningin á þessari ákvörðun Fjölnis vekur athygli en Úlfur gerði nýjan samning við Fjölni í október.
Nú þegar Lengjubikarinn er farin af stað hefur félagið ákveðið að reka hann úr starfi.
Samkvæmt Fótbolta.net mun Gunnar Már Guðmundsson fyrrum leikmaður Fjölnis og þjálfari Þróttar í Vogum taka við.