Aston Villa er búið að tryggja sér Yasin Özcan, efnilegan leikmann Kasimpasa í Tyrklandi fyrir næstu leiktíð.
Um er að ræða 18 ára gamlan miðvörð sem gengur í raðir Villa í sumar. Enska félagið greiðir Kasimpasa 6,6 milljónir punda fyrir þjónustu hans.
Þá skrifar Özcan, sem er lykilmaður í liði Kasimpasa í tyrkensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir ungan aldur, undir fjögurra ára samning við Villa.
Aston Villa is pleased to announce the signing of Yasin Ozcan from Kasimpasa on a pre-contract agreement. pic.twitter.com/4ZPSbNoSnr
— Aston Villa (@AVFCOfficial) February 10, 2025