Hugo Larsson, miðjumaður Frankfurt, er orðaður við ensku stórliðin Arsenal, Liverpool og Manchester United í dag.
Um er að ræða tvítugan leikmann sem hefur heillað á leiktíðinni. Hefur hann alls komið að fimm mörkum í 30 leikjum.
Frankfurt er ekki allt of spennt fyrir að selja Larsson strax en búast við því að tilboð berist í sumar.
Larsson gekk í raðir Frankfurt frá Malmö í heimalandinu fyrir tæpum tveimur árum síðan. Hann er samningsbundinn til 2029.
Kappinn á þá að baki átta A-landsleiki fyrir Svía.