Hollywood leikarinn Ryan Reynolds er að íhuga að kaupa stóran hlut í Vancouver Whitacaps í Kanada samkvæmt fréttum að utan.
Reynolds á, ásamt Rob McElhenney, velska liðið Wrexham sem spilar í enska deildarkerfinu. Liðið hefur spólað sig upp um deildir eftir að þeir keyptu félagið, er það nú í toppbaráttu ensku C-deildarinnar.
Reynolds íhugar nú að láta enn frekar til sín taka í fótboltaheiminum og kaupa Vancouver Whitecaps, sem spilar í MLS-deildinni vestan hafs.
Myndi hlutur hans vera upp á 372 milljónir bandaríkjadala og eru stuðningsmenn spenntir fyrir þessum orðrómum í ljósi hvernig hefur gengið hjá Wrexham.
Reynolds er fæddur í Vancouver og tengist borginni því sterkum böndum.