Amazon Prime hefur gengið frá samningi við Wayne Rooney um að hann muni starfa sem sérfræðingur í stærstu leikjunum sem stöðin verður með.
Rooney byrjar á því að fara yfir leik Manchester City og Real Madrid í Meistaradeildinni á morgun.
City og Real eigast við í umspili um að komast í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Rooney var rekinn frá Plymouth úr dögunum eftir nokkra mánuði í starfi og virðist ætla að einbeita sér að sjónvarpinu.
Rooney hefur starfað fyrir Sky, TNT og BBC síðustu ár og bætir nú Amazon Prime við lista sinn.