fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
433Sport

Svikahrappur plataði stjörnuna og vildi fá tæplega tvær milljónir – ,,Hvað gerði ég til að eiga þetta skilið?“

433
Sunnudaginn 9. febrúar 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Julien Maggiotti lenti í virkilega óheppilegu og óþarfa vandræðum áður en janúarglugganum fræga var lokað á dögunum.

Maggiotti er leikmaður Bastia í næst efstu deild Frakklands en hann taldi sig vera á leið til liðs sem heitir Eintracht Brunswick í næst efstu deild Þýskalands.

Það var ‘maður á vegum’ Brunswick sem hafði samband við Maggiotti á lokastundu gluggans og bauð honum að koma á lánssamningi til félagsins.

Þessi maður sagðist vera yfirmaður knattspyrnumála Brunswick sem reyndist ekki rétt en hann vildi aðeins peninga frá leikmanninum.

Maggiotti taldi sig vera á leið til Þýskalands í marga klukkutíma áður en umboðsmaður hans komst að því að um lygi væri að ræða.

Ónefndi maðurinn bað Maggiotti um 12 þúsund evrur svo hann gæti bókað læknisskoðun fyrir leikmanninn og þá byrjuðu ákveðnar viðvörunarbjöllur að hringja.

Brunswick hafði aldrei íhugað að fá miðjumanninn í sínar raðir en hann hefur sjálfur staðfest þær fregnir.

,,Umboðsmaðurinn minn hafði samband við einn tengilið í Þýskalandi og komst að því að Eintracht Brunswick hafði aldrei sýnt mér áhuga og þetta voru allt lygar,“ sagði Maggiotti.

,,Það var erfitt að bíða alla þessa klukkutíma, þú byrjar að spyrja sjálfan þig spurninga. Þú spyrð hvað þú hafir gert til að eiga þetta skilið?“

,,Ég er ekki að kenna neinum um en þetta gerðist bara við mig persónulega, það er allt saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ekkert þokast áfram í viðræðum Liverpool og Van Dijk – „Ég veit ekkert hvað gerist“

Ekkert þokast áfram í viðræðum Liverpool og Van Dijk – „Ég veit ekkert hvað gerist“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fjölhæfir leikmenn eitthvað sem skiptir Arnar máli – „Margir sem fá að bíta í það súra epli“

Fjölhæfir leikmenn eitthvað sem skiptir Arnar máli – „Margir sem fá að bíta í það súra epli“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Henry hefur skoðun á því hver á að vinna Ballon d’Or og það er ekki Salah

Henry hefur skoðun á því hver á að vinna Ballon d’Or og það er ekki Salah
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Lögreglan í Reykjavík kölluð út í gær vegna stuðningsmanns Liverpool í heimahúsi

Lögreglan í Reykjavík kölluð út í gær vegna stuðningsmanns Liverpool í heimahúsi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sá fyrsti síðan Terry rann

Sá fyrsti síðan Terry rann
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Blaðamaður Morgunblaðsins hneykslaður á KSÍ – „Þetta hlýtur að vera falin myndavél?“

Blaðamaður Morgunblaðsins hneykslaður á KSÍ – „Þetta hlýtur að vera falin myndavél?“