Það eru ekki allir sem vita það að sonur Thiago Silva, Isago Silva, er leikmaður Chelsea á Englandi.
Isago þykir vera afskaplega efnilegur en faðir hans lék með Chelsea um tíma áður en hann hélt til heimalandsins, Brasilíu.
Isago elskar lífið á Englandi en hann er 16 ára gamall en mun fagna 17 ára afmæli sínu í nóvember á þessu ári.
Strákurinn spilaði sinn fyrsta leik fyrir U18 lið Chelsea í gær, eitthvað sem foreldrar hans geta svo sannarlega verið stoltir af.
Silva var lengi einn öflugasti varnarmaður heims og er sonur hans vongóður um að hann geti fetað í fótspor föður síns.
Silva á annan son sem ber nafnið Iago Silva en hann er einnig á mála hjá Chelsea og spilar með U14 liðinu.