Roberto De Zerbi, stjóri Marseille, hefur útskýrt það af hverju félagið ákvað að semja ekki við fyrrum franska landsliðsmanninn Paul Pogba.
Pogba var sterklega orðaður við Marseille undir lok síðasta árs en ekkert varð úr þeim skiptum að lokum.
Um er að ræða fyrrum miðjumann Juventus og Manchester United en hann hefur ekki spilað í dágóðan tíma eftir að hafa verið dæmdur í bann fyrir steranotkun.
Pogba má byrja að spila aftur í næsta mánuði en Marseille er ekki líklegt til að fá hann í sínar raðir að sögn De Zerbi.
,,Það er enginn sem mun taka búningsklefann minn úr jafnvægi, svo lengi sem ég er þjálfari hér,“ sagði De Zerbi.
,,Pogba er frábær leikmaður en við þurftum að íhuga hvar við gætum notað hann, hvar hann gæti spilað, í hvaða stöðu eða í hvaða hlutverki.“