Plymouth 1 – 0 Liverpool
1-0 Ryan Hardie(’53, víti)
Liverpool er úr leik í enska bikarnum eftir leik við Plymouth á útivelli í dag.
Úrslitin koma svo sannarlega á óvart en Guðlaugur Victor Pálsson fékk að koma inná í 1-0 sigrinum.
Liverpool hvíldi lykilmenn í viðureigninni en nokkur stór nöfn voru þó inná í tapinu.
Diogo Jota, Luis Diaz, Harvey Elliott, Federico Chiesa og Joe Gomez voru á meðal leikmanna.