Það gengur afskaplega illa hjá Roberto Firmino, fyrrum leikmanni Liverpool, þessa dagana en hann spilar með Al-Ahli í Sádi Arabíu.
Firmino hefur ekki staðist væntingar hjá félagsliði sínu og hefur á þessu tímabili skorað fimm mörk í 17 deildarleikjum.
Al-Ahli hefur tekið þá ákvörðun að skrá Firmino ekki í leikmannahóp sinn fyrir komandi átök í deildarkeppninni.
Það kemur mörgum á óvart en Firmino var frábær leikmaður fyrir Liverpool á sínum tíma og lék þar frá 2015 til 2023.
Al-Ahli má hins vegar aðeins skrá átta fullorðna erlenda leikmennn í leikmannahóp sinn og eftir komu Galeno frá Porto þá er ekki pláss fyrir Firmino.
Firmino má þó spila í Meistaradeild Asíu þar sem Al-Ahli er komið í útsláttarkeppnina.