Antony, leikmaður Real Betis, er búinn að skora jafn mörg mörk fyrir Real Betis og fyrir Manchester United undanfarin tvö tímabil.
Þar er verið að tala um deildarmörk en Antony komst á blað um helgina er hans menn í Betis töpuðu 3-2 gegn Celta Vigo.
Antony er enn samningsbundinn United á Englandi en hann gerði lánssamning við Betis í janúarglugganum.
Antony skoraði aðeins eitt deildarmark fyrir United 2023-2024 og komst ekki á blað á núverandi leiktíð.
Það tók Brassann aðeins tvo leiki að skora eitt mark fyrir Betis og lagði hann einnig upp í sínum fyrsta leik fyrir félagið.