Vængmaðurinn Antony skoraði sitt fyrsta mark fyrir Real Betis um helgina í 3-2 tapi gegn Celta Vigo.
Um er að ræða umdeildan Brasilíumann sem er á láni hjá Betis frá enska stórliðinu Manchester United.
Þrátt fyrir að hafa skorað í leiknum var Antony vel pirraður eftir lokaflautið og heimtar meira frá sínum liðsfélögum.
,,Þetta var mjög erfitt. Við byrjuðum vel og skoruðum tvö mörk en við verðum að breyta hugarfarinu,“ sagði Antony.
,,Við skoruðum tvö mörk en við þurfum að einbeita okkur að leiknum allar 90 mínúutrnar. Við verðum að bæta okkur.“
,,Betis þarf að byrja og enda leiki vel. Við munum leggja meira í sölurnar og skoða það sem við erum að gera rangt.“