Jadon Sancho, leikmaður Chelsea, hefur tjáð sig um hvernig það að var að vinna með goðsögninni Cristiano Ronaldo hjá Manchester United.
Sancho og Ronaldo voru saman hjá United í stuttan tíma áður en sá síðarnefndi færði sig til Sádi Arabíu.
Sancho er enn samningsbundinn United en hann er í láni hjá Chelsea og verður keyptur endanlega næsta sumar.
,,Ég hef spilað með mörgum frábærum leikmönnum en ef ég ætti að velja einn þá væri það Ronaldo,“ sagði Sancho.
,,Það sem hann talar um í viðtölum er allt satt, að fá að spila með honum var gríðarlegur heiður.“
,,Hans hugarfar og hvernig hann var á æfingum og hvernig hann mætti í leiki var mikil hvatning fyrir mig.“