Real Madrid 1 – 1 Atletico Madrid
0-1 Julian Alvarez(’35)
1-1 Kylian Mbappe(’50)
Stórleik helgarinnar í Evrópuboltanum er nú lokið en Real Madrid tók á móti grönnum sínum í Atletico Madrid.
Aðeins eitt stig skildi liðin að í toppbaráttunni fyrir leik en honum lauk með 1-1 jafntefli á Santiago Bernabeu.
Kylian Mbappe reyndist hetja Real og tryggði stig en Julian Alvarez hafði komið Atletico yfir úr vítaspyrnu.
Real er á toppnum með 50 stig og aðeins stigi á undan Atletico sem er sæti neðar.