Richie Wellens hefur reynt að ná í Ange Postecoglou, stjóra Tottenham, eftir ummæli sem hann lét falla á dögunum.
Wellens fór fram úr sér í viðtali eftir leik við Stockport County sem tapaðist 2-1 í fjórðu efstu deild.
,,Ég er enginn Ange Postecoglou sem notar það sem afsökun,“ sagði Wellens við blaðamann spurður út í hvort meiðsli liðsins væru að hafa áhrif á úrslitin.
Wellens var að gera engum greiða með þessum ummælum en tveir leikmenn Tottenham eru til að mynda á láni hjá hans félagi.
,,Ég hef ekki náð í hann en ég hef reynt en það var vissulega fyrir mikilvægan leik,“ sagði Wellens.
,,Þetta var á laugardagskvöldi, ég reyndi að hringja í einhvern hjá Tottenham en þeir spiluðu leik við Brentford á sunnudaginn.“
,,Ég hef opinberlega beðist afsökunar og horfi á þetta mál sem lokað í dag.“