Matheus Cunha sóknarmaður Wolves var orðaður við brottför frá félaginu í janúar en endaði á að skrifa undir nýjan samning.
Cunha skrifaði þó ekki undir án þess að setja klásúlu sem gerir honum kleift að fara.
Þannig segir Daily Mail frá því að Cunha geti farið frá Wolves fyrir 62 milljónir punda næsta sumar.
Öll félög geta virkjað þessa klásúlu en Arsenal var talsvert orðað við kappann í janúar.
Cunha er framherji frá Brasilíu en hann kom til Wolves frá Atletico Madrid og hefur reynst félaginu ansi vel.