Lauryn Goodman hjákona Kyle Walker var ekki lengi að pakka í töskur og ætlar að flytja til Ítalíu líkt og barnsfaðir hennar.
Walker yfirgaf Manchester City og gekk í raðir AC Milan á dögunum. Goodman á tvö börn með Walker.
Það sem hefur flækt málið er að Walker hefur í allan þennan tíma verið giftur Annie Kilner, samband þeirra hangir á bláþræði.
Walker á fjögur börn með Kilner og tvö með Goodman. Kilner hefur sést með Walker á Ítalíu en óvíst er hvort hjónabandið lifi þetta af.
Goodman vill að börnin sín fái að vera nær Walker og hefur því pakkað í töskur og flutt út af heimili sínu á Englandi sem Walker keypti fyrir hana.
Þetta fer líklega ekkert sérstaklega vel í Kilner þar sem hún vill helst ekki vita af Goodman eftir heimskupör Walker.