Sylvain Distin fyrrum varnarmaður Everton villti á sér heimildir í þrjú ár þegar hann átti í ástarsambandi við konu í Englandi.
Distin var þá giftur eiginkonu sinni og átti með henni barn. Það var árið 2013 sem Distin komst í fréttirnar fyrir að hafa villt á sér heimildir um langt skeið.
Farið var yfir þessa ótrúlegu sögu í nýju hlaðvarpi Upshot.
For three years Everton centre back Sylvian Distin lived a double life as a milk man pic.twitter.com/69f49c31TS
— The Upshot (@UpshotTowers) February 6, 2025
Konan sem átti í sambandi við Distin hafði ekki hugmynd um að hann væri að villa á sér heimildir eða að hann væri atvinnumaður í ensku úrvalsdeildinni.
Konan sem heitir Kate var í góðri trú um að Distin starfaði sem bílstjóri og að starf hans fælist í því að keyra mjólk heim til fólks.
„Við stunduðum kynlíf í bílnum og oft úti í skógi,“ segir Katie um samskipti þeirri á sínum tíma.
Distin færði Katie mikið af dýrum gjöfum sem henni þótti nokkuð sérstakt þar sem starf hans væri ekki það vel borgað.
Þegar Katie fór að spyrja Distin um það þá ákvað hann að segjast vera atvinnumaður í tennis. En sú lygi átti ekki eftir að duga lengi.
Lygavefurinn fór að verða flókin og þegar Distin þurfti að hætta við stefnumót. Það var svo eitt laugardagskvöldið sem Katie horfði á sjónvarpið og sá Distin í þætti þar að ræða um fótbolta. Distin lét það nú ekki slá sig út af laginu og sagðist eiga tvíburabróðir sem héti Sylvain Distin.
Katie var ekki lengi að finna út úr því að það var lygi enda fór hún á Google og fann út úr því að Sylvain Distin ætti engan bróðir.
Að Distin væri í langtíma sambandi og að hann ætti barn. Leiknum var lokið og öll lygin komst upp.