Einar Karl Ingvarsson er mættur heim í FH. Félagaskipti hans voru staðfest á vef KSÍ í dag, hann hefur verið í Grindavík síðustu ár.
Einar Karl er 31 árs en samkvæmt heimildum 433.is hafði hann átt samtöl við nokkur félög áður en FH kom til sögunnar.
Einar Karl er uppalinn í FH en hann lék síðast með FH sumarið 2013 og er því mættur aftur eftir tólf ára fjarveru.
Hann hefur frá þeim tíma spilað með Val, Stjörnunni, Fjölni og Grindavík.
Einar Karl lék alla leiki með Grindavík í Lengjudeildinni í fyrra en vildi komast aftur í Bestu deildina og fær tækifærið hjá uppeldisfélaginu.