Manchester United er komið áfram í 16-liða úrslit enska bikarsins eftir dramatískan sigur á Leicester í kvöld.
Leikurinn var bragðdaufur og United ekki sannfærandi og það voru gestirnir sem komust yfir á 42. mínútu með marki Bobby Reid.
Joshua Zirkzee jafnaði um miðjan seinni hálfleik þegar hann setti boltann í autt mark.
Í kjölfarið var United líklegra til að stela sigrinum og tókst það að endingu. Harry Maguire setti boltann í netið í blálokin.
Lokatölur 2-1 og United fer sem fyrr segir í 16-liða úrslitin.