fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
433Sport

Ástand landsliðsmanna skoðað – Margir í góðum málum en aðrir í tómu veseni hjá félagi sínu

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. febrúar 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóst er að Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari Íslands skoðar nú stöðu leikmanna afar vel áður en hann velur sinn fyrsta landsliðshóp sem hann mun kynna í mars.

Þegar leikmenn sem tóku þátt í Þjóðadeildinin á síðasta ári eru skoðaðir kemur í ljós að ástand þeirra er ævi misjafnt. Margir spila mikið hjá sínu félagsliði en sumir sama og ekki neitt.

Arnór Sigurðsson hefur aðeins spilað 57 mínútur með Blackburn á þessu tímabili en meiðsli og veikindi hafa haldið honum frá vellinum. Kolbeinn Birgir Finnsson færði sig yfir til Utrecht fyrir tímabilið og hefur varla séð grasið.

Um er að ræða spilaðar mínútur í deildarkeppni. Hákon Rafn Valdimarsson hefur komið við sögu í tveimur leikjum hjá Brentford.

Getty Images

Þá hefur Jón Dagur Þorsteinsson kantmaður Herthu Berlin fengið mjög lítið að spila undanfarið.

Enginn hefur spilað meira en Ísak Bergmann Jóhannesson hjá Düsseldorf í Þýskalandi, hann hefur spilað 1773 mínútur í deildarkeppni sem er aðeins nokkrum mínútum meira en Willum Þór Willumsson hjá Birmingham.

Sverrir Ingi Ingason spilar einnig mikið í Grikklandi og Jóhann Berg Guðmundsson hefur spilað nokkuð mikið í Sádí Arabíu.

Leikmenn sem léku í Þjóðadeildinni – Mínútur spilaðar í deildarkeppni á tímabilinu:
Alfons Sampsted (Birmingham) – 162 mínútur
Andri Lucas Guðjohnsen (Gent) – 1018 mínútur
Arnór Ingvi Traustason (IFK Norrköpping) – Tímabilið ekki byrjað
Arnór Sigurðsson (Blackburn) – 57 mínútur
Aron Einar Gunnarsson (Al Gharaffah) – Engar mínútur í deild en spilað með liðinu í Meistaradeild Asíu

Mynd/KSÍ

Dagur Dan Þórhallsson (Orlando) – Tímabilið ekki byrjað
Daníel Léo Grétarsson (SønderjyskE) – 1196 mínútur
Guðlaugur Victor Pálsson (Plymouth) – 897 mínútur
Gylfi Þór Sigurðsson (Valur) – Tímabilið ekki byrjað
Hjörtur Hermansson (Volos NFC) – 512 mínútur
Hákon Rafn Valdimarsson (Brentford) – 144 mínútur
Jóhann Berg Guðmundsson (Al-Orobah) 1121 mínútur
Jón Dagur Þorsteinsson (Hertha Berlin) 554 mínútur
Kolbeinn Birgir Finnsson (Utrecht) 33 mínútur
Logi Tómasson (Stromsgodset) Tímabilið ekki byrjað
Getty Images

Mikael Egill Ellertsson (Venezia) 1483 mínútur
Mikael Neville Anderson (AGF) – 1507 mínútur
Orri Steinn Óskarsson (Real Sociedad) 493 mínútur
Stefán Teitur Þórðarson (Preston) – 1371 mínúta
Sverrir Ingi Ingason (Panathinakos) 1530 mínútur
Valgeir Lunddal Friðriksson (Düsseldorf) – 790 mínútur
Willum Þór Willumsson (Birmingham) – 1744 mínútur
Ísak Bergmann Jóhanneson (Düsseldorf) 1773 mínútur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arteta flýr með leikmenn Arsenal í sólina

Arteta flýr með leikmenn Arsenal í sólina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hjákonan eltir Kyle Walker og flytur til Ítalíu

Hjákonan eltir Kyle Walker og flytur til Ítalíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þarf að taka sér pásu eftir að hafa greinst með krabbamein í gær

Þarf að taka sér pásu eftir að hafa greinst með krabbamein í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Talan þrettán eltir Amorim í starfi á Old Trafford

Talan þrettán eltir Amorim í starfi á Old Trafford
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirgaf úrvalsdeildarliðið og er mættur aftur til Tyrklands

Yfirgaf úrvalsdeildarliðið og er mættur aftur til Tyrklands
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

UEFA íhugar að gera aðra risastóra breytingu á Meistaradeildinni

UEFA íhugar að gera aðra risastóra breytingu á Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Aðeins Guardiola og Klopp gert betur

Aðeins Guardiola og Klopp gert betur
433Sport
Í gær

Birgir lenti í ótrúlegri uppákomu í heimsókn sinni til Argentínu – „Mér fannst þetta galið“

Birgir lenti í ótrúlegri uppákomu í heimsókn sinni til Argentínu – „Mér fannst þetta galið“