fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

UEFA íhugar að gera aðra risastóra breytingu á Meistaradeildinni

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 6. febrúar 2025 15:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

UEFA skoðar að breyta Meistaradeild Evrópu enn frekar á næstu árum, með velferð leikmanna í huga. Guardian fjallar um málið.

Það vakti athygli á þessu tímabili að nýtt fyrirkomulag var á Meistaradeildinni fyrir áramót. Í stað þess að skipta sér í fjögurra liða riðla, þar sem tvö lið fara áfram í 16-liða úrslit, fóru öll 36 lið keppninnar í einn graut. Þar mættu þau átta mismunandi andstæðingum og efstu átta lið deildarinnar fóru beint í 16-liða úrslit, lið 9-24 í umspil um sæti þar.

Leikmenn og knattspyrnstjórar hafa þó kvartað undan auknu leikjaálagi í fótboltanum almennt. Með þessu nýja fyrirkomulagi fjölgaði Meistaradeildarleikjum fyrir áramót til að mynda um tvo.

Með það í huga íhuga UEFA nú alvarlega að hætta með framlengingu í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar á næstu árum. Það yrði því farið beint í vítaspyrnukeppni ef jafnt er að loknum 90 mínútum.

Það er þó tekið fram að breytingin myndi sennilega ekki taka gildi fyrr en frá og með leiktíðinni 2027-2028, vegna þess að þá verða sjónvarpsrétthafasamningar endurnýjaðir. Það er þó ekki útilokað að breytingarnar verði gerðar fyrr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Fór vel yfir strikið og skemmdi rándýran hlut í beinni útsendingu

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Fór vel yfir strikið og skemmdi rándýran hlut í beinni útsendingu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segja að Real sé búið að taka ákvörðun um hver tekur við

Segja að Real sé búið að taka ákvörðun um hver tekur við
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað
433Sport
Í gær

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð
433Sport
Í gær

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags
433Sport
Í gær

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Stefán Gísli keyptur til Vals

Stefán Gísli keyptur til Vals