Katla María Þórðardóttir er gengin í raðir FH og gerir hún tveggja ára samning.
Katla er 23 ára og kemur heim frá Örebro í Svíþjóð, en hún hefur einnig leikið fyrir Selfoss, Fylki og Keflavík hér heima.
Katla getur spilað í bæði vörn og á miðju og bindur FH, sem hafnaði í 5. sæti Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð, miklar vonir við hana.