Cristiano Ronaldo útilokaði að snúa aftur til uppeldisfélagsins Sporting í heimalandinu Portúgal í viðtali á dögunum.
Hinn fertugi Ronaldo hefur undanfarin ár spilað með Al-Nassr í Sádi-Arabíu og virðist hvergi nærri hættur.
Það er óvíst hvort það verði hans síðasti áfangastaður á ferlinum, en fyrrum liðsfélagi hans í landsliðinu Jose Fonte hvatti hann á dögunum til að klára ferilinn með Sporting, þaðan sem hann fór svo til Manchester United á sínum tíma.
„Ég elska að horfa á leiki Sporting. Þetta er mitt lið. En ég mun ekki snúa aftur,“ sagði Ronaldo hins vegar um málið.
„Portúagal er auðvitað mitt land en allt hefur sinn tíma og sín mörk,“ sagði hann enn fremur.