Anton Logi Lúðvíksson er mættur aftur heim til Breiðabliks eftir rúmlega árs dvöl hjá Haugesund í Noregi.
Anton var seldur frá Breiðablik til norska liðsins, Óskar Hrafn Þorvaldsson fyrrum þjálfari Blika fékk hann til félagsins.
Spilatími Antons var minni eftir að Óskar Hrafn sagi upp störfum og snýr hann heim.
Ljóst er að endurkoma hans er mikil styrkur fyrir Blika en Anton var einn besti leikmaður liðsins sumarið 2023.
Breiðablik hefur styrkt lið sitt vel undanfarna mánuði eftir að hafa orðið Íslandsmeistari síðasta haust.
Anton Logi er öflugur miðjumaður sem ætti að koma beint inn í byrjunarlið Blika.