Dregið hefur verð í undankeppni EM 2027 hjá U21 árs landsliðum karla.
Ísland er þar í riðli C með Frakklandi, sem er til að mynda með leikmenn PSG og Tottenham innanborðs, sem og Sviss, Færeyjum, Lúxemborg og Eistlandi.
Sigurvegarar undanriðlanna, sem og liðin þrjú sem eru með bestan árangur í öðru sæti, fara beint inn á EM en önnur lið sem hafna í öðru sæti fara í umspil.
Undankeppnin verður leikin frá mars 2025 til október 2026, en leikjafyrirkomulag riðils Íslands verður birt á vef KSÍ þegar það hefur verið gefið út.
Lokakeppni EM 2027 verður haldin í Albaníu og Serbíu.