Scott Parker stjóri Burnley hefur svo sannarlega umturnað leikstíl liðsins frá því sem var hjá forvera hans, Vincent Kompany.
Kompany féll með Burnley úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en fékk stórt tækifæri hjá Bayern.
Kompany lét Burnley spila mjög sókndjarfan fótbolta en Parker hefur breytt um stefnu og spilar nú verulega agaðan varnarleik.
Eins og staðan er núna er Burnley með bestu vörn í sögu enska boltans, Burnley er í öðru sæti í Championship deildinni og líklegt til þess að fara upp.
Burnley hefur gert tíu 0-0 jafntefli á tímabilinu en þeir skáka magnaðri vörn Liverpool svo dæmi sé tekið.