Cristiano Ronaldo fagnar í dag fertugsafmæli sínu en þrátt fyrir aldurinn er hann enn í toppstandi og á meðal bestu leikmanna í heimi.
Ronaldo leikur með Al-Nassr í Sádí Arabíu og raðar inn mörkum, sömu sögu er að segja um landslið Portúgals.
„Ef þú talar við mig og spyrð hvort ég elski enn að æfa, ég er enn með ástríðuna. Að fara í skotæfingar, keppa við aðra og gera allt. En þetta er ekki eins og þetta var,“ segir Ronaldo.
„Margir vinir mínir segja við mig að ég eigi mér ekkert lí.“
„Það er satt en svona vil ég hafa það, ég veit að þetta verður ekki endalaust.“
„Eftir, eitt, tvö eða þrjú ár verð ég kannski hættur. Ég veit það ekki og ég er ekki að spá í því í dag.“
Ronaldo hefur verið á toppnum á meira en tvo áratugi en virðist enn hafa hungrið til að gera betur í dag en í gær.