Galatasaray er að reyna að fá Kieran Trippier frá Newcastle samkvæmt ESPN.
Trippier, sem er 34 ára gamall, er kominn í aukahlutverk hjá Newcastle undir stjórn Eddie Howe og hefur verið orðaður við brottför.
Galatasaray er í leit að bæði miðverði og bakverði fyrir átökin í deild og Evrópudeild á seinni hluta leiktíðar og þykir þeim Trippier flottur kostur í síðarnefnda hlutverkið.
Þó félagaskiptaglugginn í flestum deildum hafi lokað á mánudagskvöld er hann opinn í tæpa viku í viðtbót í Tyrklandi. Félagið hefur því tíma.