fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
433Sport

Nokkur fjöldi af samstarfsfólki neitar að vinna með honum – Sjáðu subbuleg skilaboð sem hann sendi á samstarfskonu

433
Miðvikudaginn 5. febrúar 2025 20:30

Jenas og eiginkona hans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumir af starfsmönnum Talksport eru lítið hrifnir af því að stöðin hafi ráðið Jermaine Jenas til starfa, þessi fyrrum enski landsliðsmaður verður að lýsa hjá Talksport um helgina.

Jenas var í stóru hlutverki hjá BBC en var rekinn úr starfi í fyrra þegar upp komst up subbuleg skilaboð hans til samstarfskonu.

Segir í enskum blöðum í dag að nokkur fjöldi starfsmanna Talksport hafi látið yfirmenn vita að þeir kæri sig ekki um að starfa með Jenas.

Samskipti Jenas við konuna voru birt í enskum miðlum. Jenas fór langt yfir strikið í þessum viðræðum við konuna en hann hefur sjálfur játað upp á sig sökina.

,,Ég hætti ekki að hugsa um þessar myndir af þér þegar þú sendir þær. Þegar þær berast þá hugsa ég með mér… Loksins fæ ég að sjá þennan líkama,“ á Jenas að hafa sagt.

Nokkrum dögum seinna þá sagði konan Jenas að hún og vinkona sín ætluðu að skemmta sér á ströndinni og hafði hann þetta að segja:

,,Allt í lagi… Ég vil sjá þig í bikiní, þú getur ekki skammað mig fyrir það.“

Seinna sagði konan við Jenas að hún væri ekki hrifinn af því að senda myndir í gegnum síma og þá svaraði hann:

,,Ég veit það en þú veist hvernig þetta er þegar þú ert í burtu. Alveg frá því ég sá þig fyrst þá hef ég hugsað um þig.“

Seinna sendi Jenas konunni nektarmyndir en hún segist sjálf hafa verið í áfalli eftir ákveðin skilaboð stjörnunnar. Jenas er fyrrum enskur landsliðsmaður og lék fyrir lið eins og Tottenham á sínum ferli.

Jenas á konu og börn en eiginkona hans hefur staðið með honum í þessum stormi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Verður þetta nían sem Arsenal sækir?

Verður þetta nían sem Arsenal sækir?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Óvæntar hræringar á bak við tjöldin hjá United – Tveir mikilvægir yfirgefa félagið

Óvæntar hræringar á bak við tjöldin hjá United – Tveir mikilvægir yfirgefa félagið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Martröðin hjá City tekur líklega enda í sumar

Martröðin hjá City tekur líklega enda í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hollenskur miðvörður sagður á óskalista Arne Slot

Hollenskur miðvörður sagður á óskalista Arne Slot
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United borgar 89 milljónir punda í sumar fyrir leikmenn sem eru hjá félaginu – Ratcliffe tekur Sancho sem dæmi

United borgar 89 milljónir punda í sumar fyrir leikmenn sem eru hjá félaginu – Ratcliffe tekur Sancho sem dæmi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tíðindi af Salah á leikdegi – Sagður hafa sett sig í samband við forráðamenn Barcelona

Tíðindi af Salah á leikdegi – Sagður hafa sett sig í samband við forráðamenn Barcelona
433Sport
Í gær

Bellingham á blaði Chelsea fyrir sumarið

Bellingham á blaði Chelsea fyrir sumarið
433Sport
Í gær

Virðist mjög langt niðri eftir mikla gagnrýni síðustu vikur – Fékk ráð frá goðsögn félagsins

Virðist mjög langt niðri eftir mikla gagnrýni síðustu vikur – Fékk ráð frá goðsögn félagsins