Miðillinn hefur þótt ansi umdeildur undanfarið, allt frá því að Elon Musk tók við stjórnartaumunum og Brann hefur séð nóg.
„Brann hefur lengi íhugað að yfirgefa X. Þetta forrit leyfir hatri og kynþáttaníði að grassera og myndbönd af alvarlegum glæpum, svosem morðum, fá að standa óáreitt. Þetta er langt frá gildum félagsins og ekki heimur sem Brann vill vera hluti af,“ segir í yfirlýsingu félagsins.
Ekki eru þó allir sáttir við þessa ákvörðun og hundruðir hafa sett athugasemd undir færslu Brann.
„Það er ekki of seint að hætta við,“ skrifaði einn. „Greyið Brann orðið woke,“ skrifaði annar og enn annar sagði: „Þetta er aumkunarvert.“
Mun fleiri tóku undir og þá voru einhverjir sem fögnuðu ákvörðun Brann innilega.
Freyr Alexandersson er þjálfari karlaliðs Brann, en hann tók við á dögunum.
Vi takker for følget på X, og ser frem til å ha dialog med supporterne våre på andre plattformer.
Les mer her:https://t.co/FsKdOeTgBp
— Sportsklubben Brann (@skbrann) February 5, 2025