fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
433Sport

Ronaldo með sleggjur í nýju viðtali – Ræðir um ömurlega þjálfara á ferlinum og fer yfir hver er bestur í sögunni

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo framherji Al-Nassr og Portúgals er ekkert að skafa af því í nýju viðtali, hann segist hafa haft marga ömurlega þjálfara á ferlinum og að hann sé klárlega besti leikmaður sögunnar.

Ronaldo er að fagna stórafmæli á morgun þar en margir telja að hann sé að ræða um Erik ten Hag fyrrum stjóra Manchester United þegar hann byrjar viðtalið.

„Ég hef lært af öllum en ég hef líka haft alveg ömurlega þjálfara,“ sagði Ronaldo.

„Ég hef verið með þjálfara sem hafa ekki hugmynd um fótbolta.“

Cristiano Ronaldo og Lionel Messi / Getty

Hann og Messi eru vinir:

Ronaldo ræddi einnig um Lionel Messi en þeir eru hafa eldað grátt silfur saman í mörg ár þegar verið hefur rætt um bestu knattspyrnumenn í heimi.

„Ég á gott samband við Leo Messi, ég var að hjálpa honum að skilja hvað væri sagt á ensku þegar við vorum á verðlaunahátíð,“ sagði Ronaldo.

„Það var fyndið, við vorum í heilbrigðri samkeppni og við náum vel saman.“

Getty Images

Er bestur í sögunni:

Ronaldo er á því að hann sé besti knattspyrnumaður sögunnar en Ronaldo fagnar 40 ára afmæli sínu á morgun.

„Ég er besti leikmaður sögunnar, það er mín skoðun,“ sagði Ronaldo.

„Ég er snöggur og sterkur, ég skora með skalla, ég skora með vinstri. Það hefur aldrei verið til fullkomnari leikmaður en ég.“

„Þú gætir sagt Pele, Messi eða Maradona og ég ber virðingu fyrir því.“

„Hvort ég skori 920 eða 925 mörk á ferlinum, það skiptir engu máli. Ég er besti leikmaður sögunnar.“

„Ef ég skora þúsund mörk er það frábært, tölurnar segja alla söguna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Enska pressan vekur athygli á ískaldri kveðju sem unnusti Sveindísar Jane fékk í gærkvöldi

Enska pressan vekur athygli á ískaldri kveðju sem unnusti Sveindísar Jane fékk í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal trylltir – Gátu fengið Watkins og vissu hvað þyrfti að borga

Stuðningsmenn Arsenal trylltir – Gátu fengið Watkins og vissu hvað þyrfti að borga
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Holding skiptir um félag

Holding skiptir um félag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Krotaði undir nýjan samning við stórveldið

Krotaði undir nýjan samning við stórveldið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Willian að snúa aftur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Markús Páll mættur til Ítalíu

Markús Páll mættur til Ítalíu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Staðfesta komu Asensio

Staðfesta komu Asensio
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Keyptur til Englands áður en glugganum verður skellt í lás

Keyptur til Englands áður en glugganum verður skellt í lás
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

150 fulltrúar fá aðganga að ársþingi KSÍ þar sem kosið verður í stjórn

150 fulltrúar fá aðganga að ársþingi KSÍ þar sem kosið verður í stjórn