John Duran nýjasti leikmaður Al-Nassr í Sádí Arabíu gæti þurft að búa í Barein ef hann ætlar sér að búa með unnustu sinni næstu árin.
Duran var keyptur frá Aston Villa í síðustu viku en til að komast á æfingu frá Barein þyrfti Duran að fljúga í 90 mínútur aðra leiðina á hverjum degi.
Ástæðan fyrir því að Duran skoðar að búa í Barein að samkvæmt reglum í Sádí Arabíu geta karl og kona ekki búið saman nema þau séu gift.
Yfirvöld í Sádí Arabíu gáfu Cristiano Ronaldo hins vegar undanþágu á þessari reglu þegar hann gekk í raðir Al-Nassr.
Óvíst er hvort Duran fái slíka undanþágu og hann gæti því þurft að búa langt frá Riyhad þar sem Al-Nassr er staðsett ef hann vill búa með unnustu sinni.
Duran er frá Kólumbíu en hann er 21 árs gamall og mun þéna rosalegar upphæðir í Sádí.