Guardian segir í dag að það sé nánast útilokað að Marcus Rashford spili aftur fyrir Manchester United, hann var lánaður til Aston Villa á sunnudag.
Rashford hafði ekki komist í hóp hjá United í tæpar sex vikur. Ruben Amorim vildi ekki nota hann.
Amorim var ósáttur með vinnuframlag Rashford á æfingum og vildi ekki spila honum, hann fær tækifæri hjá Villa til að koma sér í gang.
Guardian segir að samband Rashford við forráðamenn United og þjálfara sé þannig að nánast sé útilokað að hann spili aftur fyrir félagið.
Villa getur keypt Rashford næsta sumar á 40 milljónir punda en það fer eftir frammistöðu hans næstu mánuði hvort af því verði.