fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
433Sport

Myndband: Upptaka úr líkamsmyndavél lögreglumannsins opinberuð – Sýnir hvað leiddi til þess að stórstjarnan var handtekin

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttarhöld Sam Kerr, sóknarmanns Chelsea, standa nú yfir, en hún er sökuð um kynþáttaníð í garð lögreglumanns í Bretlandi.

Lögreglumaðurinn sem um ræðir, Stephen Lovell, kom fram í réttarsal í dag og sagði frá sinni hlið á málinu. Allt hófst þetta í janúar 2023 með því að Kerr, sem er ein besta knattspyrnukona heims, og kærasta hennar Kristie Mewis, sem einnig er knattspyrnukona, lentu upp á kant við leigubílstjóra í London.

Höfðu þær verið úti að skemmta sér og ætluðu þær að taka leigubíl heim. Á leiðinni kastaði önnur þeirra hins vegar upp í bílnum og krafði leigubílstjórinn þær um sérstakt gjald vegna þess. Kerr og Mewis héldu nú ekki.

Leigubílstjórinn hringdi því á lögregluna og í stað þess að fara með þær heim fór hann beint á næstu lögreglustöð. Á leiðinni þangað braut parið rúðu og vann skemmdir á skilunum sem gjarnan eru milli bílstjóra og farþega í leigubílum.

Sam Kerr fagnar marki. Mynd/Getty

Töldu að verið væri að ræna þeim

Þegar á lögreglustöðina var komið mættu aðilarnir sem áttu í hlut lögreglumönnunum Lovell og Samuel Limb. Kerr og Mewis fóru inn á lögreglustöð en leigubílstjórinn varð eftir úti.

Á stöðinni sagði Kerr Lovell að hún og Mewis hafi talið að verið væri að ræna þeim. Í réttarsal segir Lovell að Kerr hafi stanslaust gripið frammi í fyrir honum. Hann sagði þeim að þær þyrftu að greiða fyrir skemmdirnar sem þær unnu á leigubílnum en Kerr brást við með því að sína honum bankareikning sinn.

Kerr hélt því fram að leigubílstjórinn hafi haldið henni og Mewis inni í bíl sínum gegn vilja þeirra en Lovell taldi hann ekki hafa gert neitt rangt í skilningi laganna. Þær héldu því fram að hafa hringt á lögreglu en ekki eru til nein gögn um slíkt símtal. Útskýrði Kerr að þar sem hún væri áströlsk og Mewis bandarísk hafi þær ekki þekkt númerið.

„Heimskir og hvítir“

Upptaka úr líkamsmyndavél Lovell hefur verið gefin út og þar má sjá Kerr hrauna yfir lögreglumennina.

„Þetta hefur með kynþátt að gera. Þú trúir þessum manni. Hlustaðu á upptökuna, hann vildi ekki sleppa okkur.“ Hún sagði enn fremur að Lovell veldi það að trúa karlmanni fremur en tveimur konum og vitnaði sífellt í mál Sarah Everard, sem var nauðgað og myrt af breskum lögreglumanni. Hún hélt áfram.

„Þið eruð fokking heimskir og hvítir. Ég skal horfa í augun á þér og segja þetta, þið eru svo fokking heimskir.“

Kerr var svo handtekinn vegna þessara ummæla sem hún er nú ákærð fyrir. Hvað varðar handtöku fyrir skemmdir á bílnum var það málið látið niður falla eftir að greitt var fyrir skemmdirnar.

Verjandi Kerr tók einnig til máls í réttarsal í dag. „Það eru allir sammála um hvað var sagt en að segja þessi orð gerir þig ekki að glæpamanni. Sam Kerr var ekki reið út í lögreglumanninn þar sem hann er hvítur.“

Réttarhöldin yfir Kerr halda áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta voru tíu dýrustu kaupin í janúar – City borgaði 32 milljarða fyrir fjóra leikmenn

Þetta voru tíu dýrustu kaupin í janúar – City borgaði 32 milljarða fyrir fjóra leikmenn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tvö íslensk félög sett í bann af FIFA í síðustu viku – „Ég veit ekki meira um málið í dag“

Tvö íslensk félög sett í bann af FIFA í síðustu viku – „Ég veit ekki meira um málið í dag“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin sín eftir frækinn sigur Arsenal um helgina

Ofurtölvan stokkar spilin sín eftir frækinn sigur Arsenal um helgina
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gyokeres sagður hafa ákveðið hvert hann vill fara í sumar – Valið kemur mörgum á óvart

Gyokeres sagður hafa ákveðið hvert hann vill fara í sumar – Valið kemur mörgum á óvart
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Söðlar um innan Bestu deildarinnar

Söðlar um innan Bestu deildarinnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Holding skiptir um félag

Holding skiptir um félag
433Sport
Í gær

Beggi Ólafs opnar sig: Hefur ekki fyrirgefið sjálfum sér þessa ákvörðun – „Það er gott að koma þessu frá mér“

Beggi Ólafs opnar sig: Hefur ekki fyrirgefið sjálfum sér þessa ákvörðun – „Það er gott að koma þessu frá mér“
433Sport
Í gær

Hörmungar United – Amorim tapar og tapar á heimavelli og slær öll met

Hörmungar United – Amorim tapar og tapar á heimavelli og slær öll met