Bakverðinum reynslumikla Kyle Walker var hrósað í hástert eftir fyrsta leik sinn í búningi AC Milan .
Walker gekk í raðir Milan á láni frá Manchester City á láni í janúar. Hann hafði átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni og þá voru vandamál utan vallar ekki að hjálpa leik hans á Englandi.
Hann lék sinn fyrsta leik á Ítalíu í fyrradag er Milan gerði 1-1 jafntefli við nágrannanna í Inter. Það var talað vel um Englendinginn í ítölskum miðlum eftir leik.
„Kyle Walker heillaði stuðnignsmenn Milan í fyrsta leik. Hann er svo yfirvegaður og reynslumikill. Kannski hefur hann tapað smá hraða en leiðtogahæfni hans í fyrsta leik og í þessum nágrannaslag var endurnærandi að sjá,“ skrifaði einn blaðamaður eftir leik.
„Ótrúleg frammistaða frá Kyle Walker í dag. Það er gott að hafa alvöru hægri bakvörð í fyrsta sinn síðan Cafu var hér,“ skrifaði annar.