Jorginho miðjumaður Arsenal mun fara frá félaginu í sumar og fullyrt er að hann sé nú þegar búin að skrifa undir við annað félag.
Þannig segir Mirror að Jorginho sé búin að skrifa undir hjá Flamengo í Brasilíu.
Mun samningurinn taka gildi næsta sumar þegar samningur hans í London rennur út, Jorginho hefur verið í litlu hlutverki hjá Arsenal.
Jorginho er 33 ára gamall landsliðsmaður frá Ítalíu en hann lék með Chelsea í nokkur ár áður en hann fór til Arsenal.
Nú heldur hann á vit ævintýra í Brasilíu en hann var hluti af ítalska landsliðinu sem vann Evrópumótið árið 2021.