Forráðamenn og starfsmenn Crystal Palace voru ekki að eyða mörgum orðum í Rob Holding varnarmann félagsins sem var lánaður til Crystal Palace í gær.
Holding var lánaður til Sheffield United á lokadegi félagaskiptagluggans en tími hans hjá Palace hefur ekki verið góður.
Hann mátti ekki lengur æfa með aðalliði félagsins og spilaði bara einn leik á þessum átján mánuðum hjá félaginu.
Enskir fjölmiðlar segja að yfirlýsing Palace um brottför Holding beri þess merki að það andi köldu á milli aðila.
„Rob Holding fer til Sheffield United út tímabilið. Þessi 29 ára leikmaður kom í september árið 2023 frá Arsenal,“ segir á vef félagsins.
Holding hefur verið mikið í fréttum á Íslandi síðustu mánuði en hann og Sveindís Jane Jónsdóttir hófu ástarsamband á síðasta ári.
Sveindís er leikmaður Wolfsburg í Þýskalandi en nú þarf parið að ferðast nokkuð langa leið til að hittast.