Willian er á leið til Fulham á nýjan leik á frjálsri sölu.
Þessi 36 ára gamli Brasilíumaður yfirgaf gríska liðið Olympiacos um áramótin, en hann fór til liðsins í sumar frá Fulham.
Nú er Willian að mæta aftur til Fulham aðeins um hálfu ári síðar. Liðið er í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur.
Willian hefur einnig leikið fyrir Arsenal og Chelsea á Englandi eins og flestir vita.