fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
433Sport

Tilboði í Arnór hafnað og hann svekktur – Sagður bíða við símann

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 3. febrúar 2025 19:27

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska félagið Burton Albion hefur lagt fram tilboð í Arnór Traustason, miðjumann Norrköping í Svíþjóð, en því hefur verið hafnað.

Íslenski landsliðsmaðurinn staðfestir tíðindin í viðtali við sænska miðilinn Fotbollskanalen, en aðeins eru nokkrar klukkustundir í að félagaskiptaglugganum verði skellt í lás.

Arnór hefur verið á mála hjá Norrköping síðan 2022 og er hann með samning út næsta ár. Hann hefur þó áður rætt það að hann sé opinn fyrir því að fara annað.

Arnór er nú staddur með liðinu í æfingaferð á Marbella og lætur farsímann vart frá sér samkvæmt Fotbollskanalen.

Burton hefur hins vegar gert tilboð og í samtali við Fotbollskanalen segir Arnór að því hafi verið hafnað en að hann telji að þeim hafi verið gert gagntilboð frá Norrköping.

„Ég skil Norrköping að vissu leyti miðað við stöðuna sem félagið er í en ég hef sagt hvað mér finnst. Þetta var tækifæri til að fara til Englands og það hefði verið gaman að prófa það. En ég ræð þessu ekki. Ég hefði samþykkt að fara ef klúbbarnir hefðu verið sammála. Þetta var betri samningur en ég er með hér. En ég missi ekki svefn yfir þessu,“ segir Arnór.

Burton er í 21. sæti í ensku C-deildinni. Félagið er í norrænni eigu, þar á meðal Íslendinga.

Magni Fannberg er íþróttastjóri Norrköping og ræddi hann málið einnig.

„Það hefur verið nokkur áhugi á Arnóri en hann er einn af okkar mikilvægustu leikmönnum. Það er áhugi og við tökum tillit til þess. En við höfum ekki fengið tilboð sem eru nærri því nógu góð.“

Fotbollskanalen heldur því einnig fram að Lyngby í Danmörku hafi gert tilboð í Arnór. Sjálfur kannast hann ekki við það, umboðsmaður hans láti hann aðeins vita af tilboðum sem vekja áhuga hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum
Staðfesta komu Asensio
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Keyptur til Englands áður en glugganum verður skellt í lás

Keyptur til Englands áður en glugganum verður skellt í lás
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

150 fulltrúar fá aðganga að ársþingi KSÍ þar sem kosið verður í stjórn

150 fulltrúar fá aðganga að ársþingi KSÍ þar sem kosið verður í stjórn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allt klárt – City kaupir González á tæpa 9 milljarða í dag

Allt klárt – City kaupir González á tæpa 9 milljarða í dag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mjög óvænt tíðindi – Tel hafnaði Tottenham á föstudag en er nú á leið til London að skrifa undir

Mjög óvænt tíðindi – Tel hafnaði Tottenham á föstudag en er nú á leið til London að skrifa undir
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Telur skilaboðin úr Fossvogi einföld eftir veturinn – „Það á að buffa Blikana“

Telur skilaboðin úr Fossvogi einföld eftir veturinn – „Það á að buffa Blikana“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rosalegu tilboði Tottenham hafnað – City vinnur að því að fá inn miðjumann í dag

Rosalegu tilboði Tottenham hafnað – City vinnur að því að fá inn miðjumann í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Glugginn lokar í kvöld – Eitthvað stórt og óvænt í loftinu

Glugginn lokar í kvöld – Eitthvað stórt og óvænt í loftinu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Chelsea losar tvo leikmenn í dag

Chelsea losar tvo leikmenn í dag