Marcus Rashford varð leikmaður Aston Villa í gærkvöldi en hann kemur á láni frá Manchester United út tímabilið. Villa getur svo keypt hann næsta sumar.
Rashford komst ekki í hóp hjá Ruben Amorim en stjórinn frá Portúgal vildi ólmur losna við Rashford.
Rashford taldi að öll stærstu lið Evrópu myndu reyna að klófesta sig en svo var ekki, hann fékk fá tilboð og endar hjá Aston Villa sem er í Meistaradeildinni.
Rashford er með 375 þúsund pund á viku hjá United og mun Aston Villa greiða stóran hluta, United mun þó greiða áfram 80 þúsund pund á viku til Rashford eða um 60 milljónir króna á mánuði.
Villa getur keypt Rashford á 40 milljónir punda næsta sumar en áhugavert verður að sjá hvort Unai Emery geti kveikt neista í kauða og komið honum á rétta braut eftir erfið ár.