Mjög óvænt tíðindi voru að berast, Mathys Tel framherji FC Bayern hefur samþykkt að ganga í raðir Tottenham.
Daniel Levy stjórnarformaður Tottenham flaug til Þýskalands á föstudag en þá vildi Tel ekki koma til Tottenham.
Tel vildi fara til Manchester United en Bayern vildi ekki lána Tel þangað. Tilboðið frá United var ekki nógu gott.
Tottenham fær Tel á láni en hann er að hoppa upp í flugvél til að fara í læknisskoðun hjá Tottenham.
Þetta eru óvænt tíðindi en Tottenham hefur verið með allar klær úti síðustu daga og klófesta nú Tel.
🚨🚨🚨 EXCLUSIVE | Mathys #Tel on his way to TOTTENHAM !!!
He wants to join @SpursOfficial now !!! @SkySportDE 🇫🇷 pic.twitter.com/lt0Ib4jrs6
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) February 3, 2025