Chelsea er að landa Mathis Amougou frá franska liðinu St. Etienne.
Amougou er aðeins 19 ára gamall en mikið efni og greiðir Chelsea um 12,5 milljónir punda fyrir hann.
Á þessari leiktíð hefur Amougou spilað 17 leiki á miðjunni hjá St. Etienne í frönsku úrvalsdeildinni.
Það á aðeins eftir að ganga frá smáatriðum áður en skiptin ganga í gegn, en félagaskiptaglugginn lokar klukkan 23 í kvöld.
🚨🔵 Chelsea and St Etienne are closing in on 19 year old midfielder Mathis Amougou as deal is being completed.
Fee around €15m, final details being sorted. pic.twitter.com/72dtmkhAJU
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 3, 2025