Félagaskiptaglugginn á Englandi lokar í kvöld og búast má við fjöri langt fram eftir degi. Eitthvað óvænt virðist vera í loftinu.
Mikið er slúðrað um Arsenal og aðilar tengdir félaginu segja á X að eitthvað stórt og óvænt sé í loftinu.
Vitað er að Arsenal vill framherja og Manchester United er einnig að skoða sóknarmann í dag eftir að Marcus Rashford fór til Aston Villa í gær.
Ben Chilwell bakvörður Chelsea er á leið til Crystal Palace og Evan Ferguson framherji Brighton er á förum til West Ham. Bæði þessi skipti klárast í dag.
Mathys Tel fer líklega ekki til Manchester United en Marco Asensio kemur til Aston Villa frá PSG á láni.
Joao Felix og Axel Disasi fara líklega frá Chelsea á láni. Felix fer eitthvað utan England en Disasi getur farið til Tottenham eða Villa.