Hinn 18 ára gamli Ayden Heaven er genginn í raðir Manchester United frá Arsenal.
Heaven lék með U-21 árs liði Arsenal en hefur þó komið við sögu í einum leik með aðalliðinu á leiktíðinni, í enska deildabikarnum.
Samningur Heaven var að renna út í sumar og er hann nú mættur til United. Gerir hann samning til 2029.
Heaven er annað ungstirnið á skömmum tíma til að yfirgefa Arsenal fyrir Manchester United, en Daninn Chido Obi-Martin fór sömu leið síðasta sumar.
Manchester United is delighted to announce the signing of Ayden Heaven 🤝#MUFC
— Manchester United (@ManUtd) February 1, 2025